Lok og karmar
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan

Lok og karmar

Ábending við val á brunnsetti
Veljið hlemminn fyrst, annaðhvort rist eða lok.
Veljið síðan karminn.
Ef lok er valið, athugið þá að JS 21 er þungt lok fyrir þunga umferð og að JS 52 er létt lok fyrir  létta umferð.

Fjórar tegundir af körmum þjóna mismunandi aðstæðum:
  • JS 20 fyrir malbik og þunga umferð.
  • JS 50 fyrir notkun utan vega og gangstíga.
  • JS 51 með malbiki í gangstígum og léttri umferð.
  • JS 54 er ferhyrndur karmur með hellulögn.




Brunnsett á 60 cm brunna

Brunnrist JS 53. B 125

Hentar vel þar sem vatnsálag er mjög mikið. Hún passar í alla karmana JS 20, JS 50, JS 51 og JS 54.

Vatnsop 940 cm2
Styrkur 150 kN
Þyngd 55 kg
Brunnrist JS 53. B 125




Brunnlok JS 21 D 400

Lok fyrir alla umferð. Mest notað í JS 20, en passar einnig í aðra 60 sentimetra brunnkarma Járnsteypunnar.
Efni: seigjárn
Styrkur 400 kN
Þyngd 46 kg

Brunnlok JS 21 D 400




Brunnlok JS 52. C 250

Lok ætlað fyrir létta umferð, húsagötur, heimreiðar og göngustíga. Mest notað með körmunum JS 50, JS 51, og JS 54.

Styrkur 250 kN
þyngd 47 kg
Brunnlok JS 52. C 250




Ef kaupa á LÉTT BRUNNLOK JS 52

þá stendur valið á milli tvennskonar útlits þ.e.
BLÓMAMUNSTURS og REITAMUNSTURS
Ef kaupa á LÉTT BRUNNLOK JS 52




Gúmmítappi JS 25

Gúmmítappi fyrir brunnlok merkt JS 21 og JS 52. Tappinn er úr pressuðu gúmmíi. Tvo tappa þarf í hvert lok.

Þyngd: 0,2 kg

Gúmmítappi JS 25




Upptökukrókur Y 100

Upptökukrókur fyrir brunnlok.

Þyngd: 2,9 kg

Upptökukrókur Y 100




Flotkarmur JS 20

Þessi karmur er borinn upp af malbikinu umhverfis og er látinn fylgja hæð þess þegar það er endurnýjað.
Karmurinn er mest notaður í almennar umferðargötur og þá með loki merktu JS 21.

Þyngd: 59 kg

Flotkarmur JS 20




Utanvegakarmur JS50

Standkarmur hentugur utan vega, í grasi eða ófrágengnu umhverfi. Karmurinn er með niðursveigðum brúnum sem ógna ekki umferð fólks eða vinnavéla, t.d. sláttuvéla Nær eingöngu notaður með loki merktu JS52 með blómamunstri.

Þyngd: 30kg.
Utanvegakarmur JS50




Standkarmur JS 51

Léttur karmur til að nota í malbikaða gangstíga og heimreiðar. Með múrlögn undir flangsinn er auðvelt að stilla karminn í rétta hæð. Lok merkt JS 52 er mest tekið í karminn.

Þyngd: 25 kg.

Standkarmur JS 51




Hellukarmur JS 54

Ferhyrndur karmur ætlaður með gangstéttarhellum. Breidd karmsins er 70 cm. Karmurinn gengur hvort sem er með lokum með blómamunstri eða reitamunstri

Þyngd: 56 kg.

Hellukarmur JS 54




Brunnsett á 40 cm brunna

Léttur flotkarmur JS 44 og JS 45

Léttur flotkarmur, sambærilegur við JS 51. Notaður þar sem álag er lítið, t.d. heima við hús, á malbikuðum göngustígum, við heimreiðar og götur með léttu álagi.

Léttur flotkarmur JS 44 og JS 45




Flotkarmur JS 46

Þessi karmur er borinn uppi af malbikinu umhverfis og látinn fylgja hæð þess þegar það er endurnýjað. Karmurinn er mest notaður í almennar umferðargötur og þá með loki merktu JS 47, eða rist merktri JS 48.

Þyngd: 33 kg

Flotkarmur JS 46




Brunnlok JS 47 D400

Brunnlok JS 47 D400.

Lokið er fyrir alla umferð. Notað í JS 46.

Efni: seigjárn

Þyngd: 27 kg

Brunnlok JS 47  D400




Brunnrist JS 48 D400

Brunnrist JS 48 D400.

Ristin er fyrir alla umferð. Notuð í JS 46.

Efni: seigjárn

Þyngd: 26 kg

Brunnrist JS 48  D400




Fyrir hitaveituna

Hitaveitulok JS 41

Brunnsett á tengibrunna hitaveitna. Þeir eru 70 cm í þvermál.

Þyngd 56 kg
Hitaveitulok JS 41




Hitaveitukarmur JS 40

Þyngd 54 kg

Hitaveitukarmur JS 40