Bekkir
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan
  • Járnsteypan

Bekkir

Garðbekkur (strætóbekkur) Y213b

Klassíski garðbekkurinn (strætóbekkurinn) er rúmgóður 3-4 sæta útibekkur, 200 cm að lengd (160 cm einnig fáanlegur).

Efnislýsing: Armar eru úr steypujárni (Din 1691 GG-20).
Yfirborð: Armar eru dufthúðaðir með epoxi og polyurethan, sjá nánar: www.polyhudun.is
Litur á örmum: svargrænn (RAL 6009) eða svartur. Bak og seta eru úr timbri sem er alhefluð fura.

Bekkurinn er festur saman með tveimur ryðfríum stálteinum, 10 mm í þvermál.

Timbur í bekknum, þ.e. bak og seta eru grunnuð með glærum olíugrunni (Visir/Jotun) og yfirmáluð tvisvar með Drygolin pluss þekjandi olíuakrýl frá Jotun í Noregi.

Litir: S5030-Y40R og S3060-Y30R. Einnig getum við afgreitt bekkina með baki og setu úr plastefni frá Þ. Þorgrímsson.

Helstu mál: Lengd 205 cm eða 165 cm, hæð 92 cm og hæð setu 50 cm. Þyngd u.þ.b. 120 kg.


Sagan: Framleiðsla útibekkjarins hófst 1956. Hann var endurhannaður 1999. Útlitinu var þá breytt nokkuð og ýmsar endurbætur gerðar samkvæmt tillögu ferlinefndar á vegum Reykjavíkurborgar. Meðal annars var setan hækkuð í 50 cm til að mæta betur stækkandi þjóð.

Garðbekkur (strætóbekkur) Y213b